EKKI MEIR
Á vefnum er að finna upplýsingar og fræðslu um aðgerðir gegn einelti, forvarnir og verkferla við úrvinnslu eineltismála.
Auk greina og pistla um þennan málaflokk er að finna sýnishorn af viðbragðsáætlun og tilkynningareyðublaði fyrir skóla, félög,  stofnanir og fyrirtæki

Sálfræðistofa Kolbrúnar Baldursdóttur
Ármúla 5
Tímapantanir í síma 899 6783 eða í tölvupósti:
kolbrunbald@simnet.is
Pósthólf: 9206, 109 Reykjavík

ADHD greining fullorðinna, (klínískum leiðbeiningum í samræmi við kröfur Landlæknisembættisins fylgt hvað varðar ítarlegt greiningarviðtal, mælitæki og greinargerð)
Einstaklingsráðgjöf,  para- og hjónaráðgjöf, uppeldisráðgjöf
Leiðbeiningar í Hugrænni atferlisnálgun (HAM)
Ráðgjöf í forsjár-, og umgengnismálum
Ráðgjöf í eineltismálum fyrir einstaklinga og stofnanir
Handleiðsla fyrir fagfólk
Símaviðtöl fyrir landsbyggðarfólk (símaviðtöl er hægt að bóka á kolbrunbald@simnet.is)

Eineltisdagurinn 8. nóvember 2016. Viðtal í Morgunþætti Rásar 2 (http://www NULL.ruv NULL.is/sarpurinn/klippa/einelti-kolbrun-baldursdottir)

Fræðslumyndbönd um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála

1. Einelti á vinnustað, forvarnir og úrvinnsla

Horfa á myndband  (https://www NULL.youtube NULL.com/watch?v=0btoOggoUVM)

2. Einelti og staðarmenning

Horfa á myndband (https://www NULL.youtube NULL.com/watch?v=PAFyUTp6COI)

3. Samskipti; hrós, gagnrýni og virk hlustun

Horfa á myndband (https://www NULL.youtube NULL.com/watch?v=ZlIbyY_MPeg%20))

4. Samskipti; framkoma og hegðun

Horfa á myndband (https://www NULL.youtube NULL.com/watch?v=ZlIbyY_MPeg%20))

5. Einelti meðal fullorðinna

Horfa á myndband (https://www NULL.youtube NULL.com/watch?v=0s_Fy3PE3f8)

 

Lífsbókin, þættir um félags- og sálfræðileg málefni á Útvarpi Sögu
(http://https://www NULL.youtube NULL.com/watch?v=PAFyUTp6COI)

Fyrsta blaðagreinin, birt í Morgunblaðinu 12. janúar 1992
og fjallaði um tengsl þunglyndis og sjálfsvígstilrauna unglinga

Yfirlit yfir birtar greinar uppfært apríl 2016

Fræðslamyndbönd fyrir börnin
Myndbandsupptökur á You Tube).
Talað er út frá myndum við yngstu börnin og myndum og texta við eldri börnin

Eineltisfræðsla fyrir yngsta stigið, börn frá 6-9 (myndband lengd 18 mín. (https://vimeo NULL.com/86377378)https://vimeo.com/86377378 (https://vimeo NULL.com/86377378))
(https://vimeo NULL.com/86377378)

Eineltisfræðsla fyrir miðstigið, börn frá 10-13 (myndband lengd 23 mín. (https://vimeo NULL.com/86542932)https://vimeo.com/86542932 (https://vimeo NULL.com/86542932))
(https://vimeo NULL.com/86542932)

Eineltisfræðsla fyrir unglingastig, börn frá 13-16 (myndband lengd 21 mín. (https://vimeo NULL.com/86652154)https://vimeo.com/86652154 (https://vimeo NULL.com/86652154))

Fræðsla sem byggð er á hugmyndafræði bókarinnar EKKI MEIR.
Hægt er að panta fræðslu í sima 899 6783 eða í tölvupósti

Að byrja í grunnskóla
Fæðsla fyrir foreldra barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Farið er yfir hvað helst einkennir þroska og þarfir þessa aldurskeiðs og leiðir sem auka samskiptafærni foreldra við börn sín. Síðast en ekki síst hvernig foreldrar geta með markvissum hætti lagt grunn að sterkri sjálfsmynd og sjálfsöryggi barna sinna. Helstu efnisþættir:
—Þroski og þarfir þessa aldursskeiðs
—Uppbygging sjálfsmyndar/forvarnir
—Undirbúningur við upphaf grunnskólagöngu
—Uppeldis- og agamál
—Þátttaka foreldra í námi barna sinna og samskipti við skólann

Fyrir leik,-grunn- og framhaldsskóla, íþrótta- og æskulýðsfélög
Fræðsluerindi fyrir starfsfólk leik-grunn- og framhaldsskóla; þjálfara, sjálfboðaliða og leiðbeinendur íþrótta- og æskulýðsfélaga um mikilvægi jákvæðrar staðarmenningar, forvarnir, birtingamyndir eineltis og faglega úrvinnslu (verkferla og verklag) eineltismála. Leiðbeint er með hvernig taka skuli á eineltiskvörtunum með faglegum og árangursríkum hætti.
Erindin eru aðlöguð sérstaklega að t.d. leikskólunum og framhaldsskólunum. Fjallað er um sérstöðu leikskólanna hvað varðar forvarnarþáttinn og sérstöðu framhaldsskólanna þar sem helmingur nemenda er undir18 ára aldri. Raktar eru helstu birtingamyndir eineltis á þessu aldursskeiði og hverju huga þarf sérstaklega að við vinnslu mála ef aðili/aðilar eru undir sjálfræðisaldri

Fræðsluerindi um eineltismál sérsniðið að foreldrum
Fjallað er m.a. um reynslu þess að vera í  sporum foreldra þolenda eineltis annars vegar og gerenda hins vegar. Einnig hlutverk og ábyrgð  foreldra í forvarnarvinnu, mikilvægi samstarfs og samvinnu við skóla/íþrótta- og æskulýðsfélög. Farið er yfir viðbrögð og verkferla sem snúa að foreldrum þegar greiða þarf úr eineltismálum sem upp koma og varða börn þeirra

Hvernig eflum við innra varnarkerfi barna  gegn kynferðisofbeldi?
Farið er í birtingamyndir kynferðisofbeldis gagnvart börnum og hvaða hópar  barna eru helst í áhættuhópi? Í erindinu er foreldrum leiðbeint með hvernig þeir geta frætt börn sín með viðeigandi hætti.  Beint er sjónum að hvernig fullorðnir skulu bregðast við segi barn frá kynferðisofbeldi. Loks er varpað ljósi á mögulegar vísbendingar um að barn hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun.

Fræðsla í ,,samskiptum og samskiptatækni” sérsniðin að þjálfurum, leiðbeinendum og sjálfboðaliðum
Rætt er um þjálfara- og leiðbeinendastarfið, hvaða kröfur eru gerðar til þessara starfshópa. Einnig kynntar aðferðir til að styrkja sjálfsaga og persónulegan metnað þátttakenda. Sjónum er beint að mikilvægi forvarnarsamstarfs félaga og foreldra í þeim tilfellum þar sem þátttakendur eru undir 18  ára aldri. Farið er yfir viðbrögð ef grunur leikur á um að iðkandi glími við vandamál/vanlíðan. Í erindinu er farið í almenn samskipti þjálfara/leiðbeinenda og þátttakenda, hvar mörkin liggja og hvernig bregðast skuli við agavandamálum sem upp kunna að koma.

Fyrir vinnustaði/fyrirtæki
Fræðsluerindi um einelti á vinnustað. Beint er sjónum að forvarnarvinnu á vinnustað og farið yfir helstu birtingamyndir eineltis og kynbundins ofbeldis. Varpað er ljósi á algengar orsakir neikvæðrar framkomu fullorðinna í garð annars aðila og hvað oft einkennir persónur og aðstæður þolenda annars vegar og gerenda hins vegar. Raktir eru verkferlar og verklagi miðlað sem einkennir fagleg vinnubrögð við úrvinnslu eineltismála á vinnustað.
Markmiðið með fræðslunni er að vekja athygli á þessum vanda og hjálpa vinnustöðum/fyrirtækjum að verða sem mest sjálfbær í þessum málum í það minnsta geta gripið sem fyrst inn í áður en mál verður enn flóknara og umfangsmeira.

Fræðsluerindi fyrir vinnustaði:
Að skilja og skáka streitu

Hugtakið streita vísar til neikvæðrar tilfinningalegrar líðanar með tengdum hegðunar- og líffræðilegum breytingum sem tengjast skynjun einstaklingsins á atburðum eða hlutum.
Í þessum fræðslufyrirlestri er „streita“ skoðuð út frá:

  • Persónuleikaþáttum/geðslagi
  • Hugsunum/þankagangi og skilningi
  • Mismunandi upplifunum á umhverfinu
  • Og hvernig þessir þættir geta annars vegar sett af stað og/eða magnað streitu í e.t.v. streitufullum aðstæðum eða spornað við henni, mildað eða losað

Fyrir skóla og foreldrafélög
Unglingastigið: Samskipti á heimili, tölvunotkun og netið
Fræðsla um unglingastigið sniðið að foreldrum. Rætt um jákvæð  samskipti á heimili, tölvunotkun, netið og hættur sem þar leynast. Farið er m.a. yfir helstu þroskabreytingar, hvað einkennir þetta aldursskeið, samspil aga, aðhalds og viðeigandi sveigjanleika. Rætt er um hlutverk og ábyrgð foreldra þegar kemur að því kenna unglingunum jákvæða framkomu og hegðun.

Kolla og Jökull

Með Jökli Sigurðssyni, framkvæmdarstjóra Skólavefsins við útgáfu bókarinnar EKKI MEIR

Bækur og myndbönd um eineltismál

Í nærveru sálar, þættir sýndir á ÍNN 2009/2010 ef smellt er hér

Kolbrún Baldursdóttir er höfundur texta sem birtist á vefnum og slagorða sem einkenna síður hans:
Í þínum sporum – Höldum saman gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun
Sé efnið tekið af vefnum, vinsamlega getið heimilda